Það er misjafnt hvar áherslur fólks liggja, sem er ósköp eðlilegt. Sumir vilja eiga digra peninga sjóði, helst að liggja á aurunum eins og“Ormar á gulli“ taka „Jóakim“ á þetta og eyða sem minnstu, sama hvað. Aðrir vilja nota peningana til að gera lífið enn betra með því að auka þjónustu, framkvæma til betra og skemmtilegra lífs, auka þjónustu og samt eiga vel fyrir komandi tímum, bankabókin aðeins með annarri stöðu, reyndar mjög góð og það þrátt fyrir kröftulegar framkvæmdir. Þannig er ég og ferðalag framundan, bara gaman, þrátt fyrir að það minnki í bankabókinni um stund. En hvað með okkar bæ, þar sem við viljum öll eiga heima. Það virðist greinilega vefjast fyrir sumum að tekjur bæjarins eru að mestu leyti gjöld sem við bæjarbúar greiðum til að halda okkar samfélagi og þjónustu gangandi, reka okkar bæjarfélag og í nauðsynlegar framkvæmdir. Þau gjöld eru ekki að mestu ætluð til auðsöfnunar þó sumir vilji hafa það þannig. Á þessu kjörtímabili hafa framkvæmdir verið miklar, þjónustustigið hátt, bæjarbúar þeir glöðustu á landinu, og enn er stefnt á að gera betur, hvað viljum við meira?

Er einhver sem vill breyta? ekki ég.
Set mitt atkvæði á H listann, það er góð trygging í því.

Guðmundur Þorlákur Bjarni Ólafson.