“Við viljum fá þig svo að þú verðir þú, við viljum ekki fá þig til að þú verðir eins og við”
Þessi setning breytti því hvernig ég leit á pólitík og varð til þess að ég ákvað að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðisflokksins.

Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun að fara í prófkjör, það er frábært vinna með fólkinu í flokknum. Frábær samstaða, hlýja og skilningur. Metnaðafullur hópur sem vinnur saman með gleði og jákvæðni.
Það er mikilvægt að fá fólk á lista með ólíkar skoðanir og sem brennur fyrir mismunandi málum sem hafa öll það sameiginlegt að hafa hag samfélagsins fyrir brjósti.

Byggjum upp jákvætt og samheldið samfélag því hér eigum við heima.
Óskar Jósúason, 7. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Ritstj