Nýjasti gestur hlaðvarpsins Sjóarinn er Eyjólfur Pétursson. Eyjólfur er yngstur Íslendinga til að verða togaraskipstjóri. Hann var skipstjóri á skuttogaranum Vestmanney frá árunum 1972-1991. Eyjólfur er annálaður aflamaður. Hann var ekkert á leiðinni í land þegar áfallið dundi yfir í miðri veiðiferð á Vestmannaey.

„Ég veiktist alvarlega út á sjó. Það fossaði blóð út úr afturendanum á mér, en ég var með krabbamein í ristlinum. Ég var heppinn að æxlið sprakk sjálft. Æxlið var svo fjarlægt þegar 10 cm voru skornir af ristlinum, botnlangameginn og æxlið tekið út, en það var illkynja. Það hefur aldrei fundist neitt síðan. Það var lán í óláni að það skildi fara að blæða úr því. Læknirinn sagði að: ef þetta hefði fundist eftir 10 ár, þá hefði ég verið hætt kominn og krabbinn sennilega búin að breiða sig út í önnur líffæri“.

Seinasta veiðiferð Eyjólfs á Vestmannaey: „Það fossaði blóð út úr afturendanum á mér“