Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er efst þriðja keppnisdaginn í röð í kvennaflokknum en hún lék á höggi undir pari vallar í dag, 69 högg.

Kristján Þór Einarsson, GM, er efstur eftir þriðja keppnisdaginn á 6 höggum undir pari vallar. Kristján Þór, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á Vestmannaeyjavelli árið 2008, er með tveggja högga forskot á Sigurð Bjark Blumenstein, GR, og Kristófer Orra Þórðarson, GKG.

Eyjamaðurinn Daníel Ingi sem hóf daginn í 2. sæti er nú ekki í toppbaráttunni. En enn er heill dagur eftir af mótinu – ef veður leyfir.

Stöðutöflur í kvenna- og karlaflokki eftir daginn í dag.

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 209 högg (70-70-69) (-1)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 210 högg (74-69-67) (par)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 219 högg (76-71-72)(+9)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 221 högg (73-75-73) (+11)
5.-6. Saga Traustadóttir, GKG 222 högg (78-76-68) (+12)
5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR 146 högg (75-71-76) (+12)

1. Kristján Þór Einarsson, GM 204 högg (70-70-64) (-6)
2. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 206 högg (75-69-62) (-4)
3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 206 högg (66-71-69) (-4)
4.-6. Kristófer Karl Karlsson, GM 207 högg (72-69-66) (-3)
4.-6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 207 högg (68-69-70) (-3)
4.-6. Birgir Guðjónsson, GE 207 högg (71-64-72) (-3)

 

Tölfræði frá golf.is
Mynd: Sigfús Gunnar