Þessa stundina er Herjólfur bilaður í Landaeyjahöfn. Er hann í fyrstu ferð dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir að það sé vegna smávægilegrar bilunar í stefni skipsins.
„Verið er að vinna að viðgerðum. Ljóst er að röskun verður á áætlun ferjunnar a.m.k. núna fyrri hluta dags. Við komum til með að upplýsa farþega okkur um gang mála,“ segir í tilkynningunni.
Herjólfur er nú í Vestmannaeyjahöfn.
Uppfært:
í tilkynningu á facebook síðu Herjólfs þá kemur fram að stefnt sé að því að vinna upp seinkun morgunsins þegar líða tekur á daginn. Ferjan verður losuð og lestuð strax í kjölfarið. Fyrir frekari upplýsingar er farþegum bent á að hafa samband við skrifstofu Herjólfs í síma 481-2800