Á morgun, föstudaginn 26. ágúst, stendur Hjólafélag Vestmannaeyja fyrir þjónustudegi í samstarfi við Örninn.

Tekið verður á móti hjólum milli kl. 10-18 í gamla N1 húsinu við Básaskersbryggju þar sem fagmenn munu fara yfir hjólin. Afsláttur verður af ýmsum viðhaldsvörum og ný hjól til sýnis, þar á meðal rafmagnshjól.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hjólafélagi Vestmannaeyja. 

Hjólafélag Vestmannaeyja var stofnað 26. mars sl. og á því einnig fimm mánaða afmæli á morgun.