Framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum verður haldið í dag miðvikudaginn 7.september  í Eldheimum kl. 18:30.  Athugið að þetta er hálftíma seinna en upphaflega var auglýst. Við viljum gefa sem flestum tækifæri til mæta líka á glæsilega opnunarhátíð Mateyjar sem fer fram í Safnahúsinu í dag kl. 17.00 – 18:30 og koma síðan beint í Eldheima.

Íris Róbertsdóttir mun opna framtíðarþingið um farsæl efri ár í Eyjum, Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri í öldrunarþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ og Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hjá Aldur er bara tala munu vera með erindi og kynna fyrirkomulagið. Síðan fara fram umræður á borðum sem stýrt er af borðstjórum. Veitingar verða í boði.

Við hvetjum sem flesta til að mæta, æskilegt er að skrá sig á netfangið [email protected] eða í síma 488-2017

Starfshópur um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu