Flestir Íslendingar hafa á einhverju tímapunkti farið inn á vef Vegagerðarinnar og skoðað færðarkortið til að átta sig á aðstæðum áður en lagt er á vegakerfið. Þessi fjölsótti vefur fær nú gríðarlega mikla andlitslyftingu og verður sinn eigin vefur.

Nýi vefurinn, umferdin.is, mun leysa af hólmi hið vel þekkta færðarkort Vegagerðarinnar þar sem vegfarendur hafa kynnt sér aðstæður á vegakerfinu hingað til. Nýi vefurinn er mun nútímalegri, færðarkortið er t.d. þysjanlegt, og mun þægilegra í notkun í snjalltækjum. Nýr vefur mun einnig gefa tækifæri til frekari framþróunar.