Nú um mánaðamót rennur út samningur Vegagerðarinnar við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja. Nú hefur verið tryggt að ekki verði rof á þjónustunni og flogið verði út mars. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi hjá Vegagerðinni rétt í þessu við Eyjafréttir. “Það er búið að semja við Mýflug um flugið út mars mánuð. Þjónustan verður óbreytt og farþegar bóka sig og koma í flug á sama stað og áður,” sagði Pétur í samtal við Eyjafréttir.