Eins og áður hafði verið tilkynnt var stefnt að því að Herjólfur IV mundi hefja áætlanasiglingar milli lands og Eyja sunnudaginn 6. nóvember eftir slipptöku. Í gær kom í ljós stórt vandamál í box-kælum skipsins og eftir mat flokkunarfélags, skipatæknifræðinga og áhafnar skipsins er ljóst að taka þarf Herjólf IV aftur upp í þurrkví í Hafnarfirði til að meta tjónið og í framhaldinu gera viðeigandi ráðstafanir.Það liggur því ljóst fyrir að Herjólfur IV mun ekki hefja áætlanasiglingar á sunnudaginn.
Að því sögðu siglir Herjólfur III skv. 5 ferða áætlun laugardaginn 6.nóvember og þar til annað verður tilkynnt.