Upptaka frá Auðlindin okkar í Vestmannaeyjum

Í lok maí 2022 skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfshóparnir eru Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Hluti af þessari vinnu eru fundir sem haldnir eru víða um land undir nafninu Auðlindin okkar. Einn slíkur var haldinn í Vestmannaeyjum í gær. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum. Fundurinn var sá þriðji af fjórum sem haldnir verða á landsbyggðinni, síðasti fundurinn verður svo haldinn á Akureyri þann 15. nóvember.

Hér að neðan má nálgast upptöku af beinu streymi af fundinum.

X