Þriðjudagar eru flugferðadagar okkar Eyjamanna og munu tveir ráðherra í ríkisstjórn Íslands nýta sér það á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar og eiga fundi við okkur í Ásgarði.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hittir okkur á súpufundi í hádeginu, kl. 12:00 og ræðir við okkur sína málaflokka sem og flokksstarfið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra mætir svo kl. 20:00 og ræðir við okkur flokksstarfið, málaflokka sína og að sjálfsögðu mál líðandi stundar er snúa að kröfugerð ráðuneytis hennar fyrir hönd ríkisins, samkvæmt kröfum óbyggðanefndar um meintar þjóðlendur í Vestmannaeyjum.

Allir velkomnir
Stjórn Sjálfstæðisfélagnna