Skráning er hafin í The Puffin Run sem fram fer í Vestmannaeyjum þann 6. maí 2023 kl. 12:30. Opnað var fyrir skráningu í gær og hafa 300 hlauparar skráð sig. Er það mun meira en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hlaupsins. Í boði verða þrjár vegalengdir eins og fyrr ár einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki sem og boðhlaup 2 og 4 manna í karla-, kvenna-, og blönduðum flokki. Hlauparar geta þá hlaupið 2*10 km eða 4*5 km.
Skráning og gagnaafhending. Forskráning er á hér á netskráning.is og takmarkast fjöldi þátttakenda við 1.000 manns.

Boðhlaup
Það er breytt fyrirkomulag í ár á skráningu fyrir boðhlaup. ?úna er það einn aðili sem skráir liðið til keppni og greiðir þátttökugjald fyrir allt liðið í þeirri skráningu.
Á næstunni mun svo koma tengill fyrir þann sem skráði liðið þar sem hægt er að skrá inn einstaklinga sem eru í liðinu.

Skráningargjaldið er:

1 x 20 km 8.000 kr
2 x 10 km 6.000 kr. per mann
4 x 5 km 4.000 kr. per mann

Veitt eru peningaverðlaun til fyrstu þriggja karla og kvenna.
Fyrsta sæti 100.000 kr.
Annað sæti 70.000 kr.
Þriðja sæti 50.000 kr.