Sunnudaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 15:00 verða sýndar tvær magnaðar heimildamyndir í Bíótekinu (sýningaröð Kvikmyndasafns Íslands) í Bíó Paradís. Það eru myndirnar Eldeyjan eftir þá Pál Steingrímsson, Ásgeir Long og Ernst Kettler og Björgunarafrekið við Látrabjarg eftir Óskar Gíslason. Ólafur Lárusson, björgunarsveitarmaður og Eyjamaður mun ræða við áhorfendur að sýningu lokinni. Ástæðan fyrir þessum viðburði okkar er að það eru nú 50 ára frá því Heimaeyjargosið hófst.