Mikið líf og fjör hefur verið í félagsmiðstöðinni að undanförnu. Frá þessu er greint í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. Boðið hefur verið upp á vöfflu-kvöld, pizza-kvöld, pipakökumálun og kakó, bíó-kvöld, fórum á sleða og buðum uppá piparkökur og heitt kakó, spurningakeppni, CRUD mót, pool mót og svo margt f.l. Við erum hvergi nærri hætt því framundan er mjög spennandi dagskrá í janúar. Við verðum með Varúlf, gistinótt og kökukeppni, svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru skemmtilegir viðburðir á næstunni sem félagsmiðstöðin tekur þátt í eða það eru Stíll (fatahönnunarkeppni í RVK), USSS (undan keppni söngvarkeppni Samfés á Suðurlandi) og svo förum við á Samfestinginn í vor.

Félagsmiðstöðin er með instagramsíðu (felo_eyjar), facebook síðu (félagsmiðstöðin í Vestmannaeyjum) og TikTok (felo_eyjar) endilega fylgja okkur og sjá hvað við erum að bralla.

Opnunatími í Féló er tvisvar í viku fyrir 5.-7. bekk frá 17:30-19:30 og tvisvar í viku fyrir 8.-10. bekk frá 19:30-22:00, einnig höfum við opið einn föstudag í mánuði fyrir 8.-10. bekk frá 20:00-23:00.