„Kátt er á hjalla  og vöfflulyktin angar í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) eru að skrifa undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára,“ segir í frétt á visir.is rétt í þessu.

Kolbeinn Agnarsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum var í dag bjartsýnn á að samningar væru í höfn en sjómenn hafa verið án samninga í um þrjú ár og viðræðum var síðast slitið árið 2021.

Samningarnir verða kynntir sjómönnum á næstunni og verða atkvæði greidd í framhaldinu.

Þetta eru góðar fréttir í upphafi loðnuvertíðar.