Í tilkynningu frá Mbl.is kemur fram að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti fé­laga BSRB í sex sveit­ar­fé­lög­um, Hafnar­f­irði, Reykja­nes­bæ, Árborg, Ölfus, Hvera­gerði og Vest­manna­eyj­um samþykkti boðun verk­falls í at­kvæðagreiðslum sem lauk nú á há­degi. Því er ljóst að þungi fær­ist í verk­fallsaðgerðir BSRB fé­laga en verk­falls­boðanir hafði þegar verið samþykkt í Kópa­vogi, Garðabæ, Mos­fells­bæ og á Seltjarn­ar­nesi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Í Hafnafirði samþykktu 95,36% verk­falls­boðun. Í Reykja­nes­bæ samþykktu 97,97% verk­falls­boðun. Í Árborg samþykktu 87,69% verk­falls­boðun. Í Ölfus samþykktu 90,91% verk­falls­boðun. Í Hvera­gerði samþykktu 91,55% verk­falls­boðun. Í Vest­manna­eyj­um var at­kvæðagreiðslan tvíþætt og samþykktu 100% verk­falls­boðun í báðum at­kvæðagreiðslum.

Þátt­taka var mjög góð í öll­um sveit­ar­fé­lög­um eða frá 72 til 90%

Verk­falls­boðun þessi nær til starfs­fólks leik- og grunn­skóla, frí­stunda­heim­ila, mötu­neyta og hafna í sveit­ar­fé­lög­un­um.

„Fé­lags­fólk okk­ar virðist hafa verið löngu til­búið í verk­föll, fólk ætl­ar ekki að láta þetta mis­rétti yfir sig ganga ofan á allt og er til­búið til að leggja niður störf til að knýja fram rétt­láta niður­stöðu“ sagði Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, um kosn­ing­una í til­kynn­ingu. „Sveit­ar­fé­lög­in hafa þó enn tæki­færi til að sjá að sér og koma til móts við starfs­fólk sitt en hingað til hef­ur samn­ings­vilj­inn verið eng­inn,“ sagði Sonja.

Yfir 1.500 BSRB fé­lag­ar leggja því að óbreyttu niður störf í maí og júní hjá tíu sveit­ar­fé­lög­um. Gangi ekki að semja verður gripið til enn frek­ari aðgerða. Ljóst er að verk­föll­in munu hafa veru­leg áhrif á leik- og grunn­skóla, frí­stund­armiðstöðvar og hafn­ar­starf­semi.