„Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í dag ríkið til greiðslu hátt í tveggja millj­arða króna skaðabóta í tveim­ur mál­um sem Hug­inn VE-55 og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um ráku vegna tjóns, sem út­gerðirn­ar urðu fyr­ir við út­gáfu mak­ríl­kvóta á liðnum ára­tug.

Útgerðirn­ar byggðu kröf­ur sín­ar á því að ríkið væri skaðabóta­skylt, þar sem rang­lega hefði verið staðið að út­hlut­un mak­ríl­kvóta, ann­ars veg­ar árin 2011-2014 og hins veg­ar 2014-2018. Minna hefði komið í hlut fyr­ir­tækj­anna en þeim hefði borið sam­kvæmt lög­um,“ segir á mbl.is.

Upp­haf­lega stefndu sjö út­gerðarfé­lög rík­inu árið 2019 til greiðslu skaðabóta alls að upp­hæð um 10,2 millj­arða króna. Fimm fé­lag­anna féllu frá mála­rekstri, Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­an og Skinn­ey-Þinga­nes. Hug­inn og Vinnslu­stöðin héldu mál­un­um hins veg­ar til streitu og höfðu sig­ur í dag.

Upp­haf­leg krafa Vinnslu­stöðvar­inn­ar 982 millj­ón­um króna og Hug­ins 839 millj­ón­um. „Í hlut Hug­ins komu sam­tals 466 millj­ón­ir kr., en einnig var fall­ist á skaðabóta­vexti frá 2015 og ein­stök­um tíma­bil­um og svo drátt­ar­vexti frá 24. júlí 2021, auk 10 millj­óna kr. í máls­kostnað.  Ætla má að end­an­leg upp­hæð, sem ríkið þurfi að gjalda Hug­in hlaupi á bil­inu 7-800 millj­ón­ir kr.

Vinnslu­stöðinni voru hins veg­ar dæmd­ar sam­tals 517 millj­ón­ir kr. í bæt­ur, skaðabóta­vexti og drátt­ar­vexti líkt og í máli Hug­ins, auk 15 millj­ón kr. í máls­kostnað. Lík­legt er að end­an­leg upp­hæð sé á milli 8-900 millj­óna kr.“ segir í fréttinni.

Mynd Addi í London.