Siðasta helgistund sumarsins er nú liðin en nk. sunnudag 10. september hefst vetrarstarf kirkjunnar formlega með sunnudagaskóla klukkan 11:00 og messu klukkan 13:00.

Í tilkynningu frá Landakirkju segir að fermingarbörn vetrarins eru boðuð ásamt foreldrum sínum til messunnar.

Að lokinni messu munu prestar og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar eiga stuttan fund með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar sem fermingarfræðsla og æskulýðsstarf vetrarins er kynnt.