Vestmannaeyjabær býður í dag til opnunar á Til móts við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja,  kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins.
Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt fólki um allan heim innblástur. Það hefur sótt eldfjallið heim, hvert á sínum forsendum, til að kynnast og upplifa þennan merka stað. Á sýningunni verður í fyrsta sinn dregið saman safn verka, bæði nýrra og eldri, eftir um tuttugu íslenska og erlenda listamenn, rithöfunda og fræðimenn sem hafa rannsakað Eldfell. Á sýningunni verða teikningar, málverk, textíll, ljósmyndir, þrykk, jarðfræðilegir skúlptúrar, kvikmyndir og ritaður texti.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, opnar sýninguna sem nær yfir þrjá sali safnsins og er ein af viðameiri sýningum safnsins í ár. Sýningarstjórar Ilana Halperin og Vala Pálsdóttir verða viðstaddar ásamt hluta þátttakenda í sýningunni.
Frekari upplýsingar um sýninguna má finnar hér: https://safnahus.vestmannaeyjar.is/…/syningin-til…/
Sýningin er styrkt af Vestmannaeyjabæ og Uppbyggingasjóði Suðurlands.
Sýningarstjórarnir Ilana Halperin og Vala Pálsdóttir verða með leiðsögn um sýninguna TIl fundar við Eldfell sunnudaginn 10. september kl. 12.