Vestmannaeyjabær auglýsti í október eftir ábendingum, tillögum og styrkumsóknum undir heitinu Viltu hafa áhrif 2024? Markmiðið með þessu er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á bæinn sinn í gegnum fjárhagsáætlun næsta árs. Fram kom á fundi bæjarráðs í vikunni að alls bárust í ár 25 styrkumsóknir sem og nokkrar ábendingar um hvað betur megi fara í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar í niðurstöðu sinni um málið bæjarbúum fyrir fjölbreyttar umsóknir og ábendingar. Bæjarráð tekur ákvörðun um styrki við fyrri úthlutun sem verða tilkynntir í desember. Síðari úthlutun fer fram í vor að undangenginni auglýsingu.