Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir verðtilboði í endurskoðun og uppgjör bæjarins til þriggja ára, þ.e. 2023-2025. Samkvæmt innkaupareglum Vestmannaeyjabæjar ber að auglýsa eftir verðtilboðum í þjónustuna þegar áætlaður kostnaður er á bilinu frá 1 milljón til 15 milljóna króna. Auglýst var eftir tilboðum frá þeim aðilum sem eru með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum en það eru Deloitte og KPMG. Tilboð bárust frá báðum aðilum og eftir mat á þeim var niðurstaðan að leggja til við bæjarráð að taka tilboði KPMG í endurskoðunina.

Bæjarráð tók tilboði KPMG um endurskoðun og uppgjör Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2023 til og með 2025. Að teknu tilliti til verðtilboðs, reynslu fyrirtækisins ef endurskoðun sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæjar sérstaklega, faglegrar almennrar endurskoðunar og stjórnsýsluskoðunar, er það mat bæjarráðs að tilboð KPMG sé hagkvæmara fyrir Vestmannaeyjabæ að þessu sinni.