Árlegur alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn sunnudaginn 19. nóvember. Dagurinn er haldinn þriðja sunnudag í nóvember ár hvert og er fyrst og fremst tileinkaður minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað.
Slysavarnadeildin Eykyndill, Björgunarfélagið, Slökkviliðið, Lögreglan, Sjúkraflutningamenn, Rauði krossinn, Kirkjan, Heilbrigðisstarfsfólk og aðrir Eyjamenn ætlum að hittast við sáluhliðið að kirkjugarðinum kl. 18:00 og mun séra Guðmundur flytja blessunarorð og að lokum kveikjum við á kertum til minningar.