Á þriðjudaginn, 28. nóvember tekur Laxey við fyrstu laxahrognunum í seiðaeldisstöð fyrirtækisins við botn Friðarhafnar. Þar með má segja að starfsemin sé hafin, þó í litlu magni sé. Hrognin koma frá Benchmark Genetics, áður Stofnfiskur, sem er leiðandi fyrirtæki í kynbótum, fiskeldi og framleiðslu á laxahrognum.

„Fyrsti skammturinn er 300.000 hrogn  en í framtíðinni eigum við að geta tekið við allt að 1.200.000 hrognum í einu,“ segir Kristín Hartmannsdóttir verkefnastjóri. „Þegar við fáum hrognin byrjum við á að sótthreinsa þau. Hrognin koma í frauðplastkössum sem halda hrognunum köldum. Þau eru svo sett í klakskápana og þar eru þau í  84 daga. Eftir þessa 84 daga verða seiðin flutt yfir í startfóðrun, í svokölluðu RAS1 kerfi. Haustið 2024 stefnum við á að flytja seiði í áframeldið í Viðlagafjöru.“

Framkvæmdir eru á fullu á báðum stöðum og mörg handtök eftir en allt er á áætlun að því er kom fram hjá Kristínu. Um 120 manns koma að framkvæmdunum.

Frá þessu er greint í fjölbreyttu blaði Eyjafrétta sem verður borið í hús í dag. Frestast um einn dag út af svotlu.

Mynd: Seiðaeldsstöðin sem risin er við Friðarhöfn er í stóru húsi. Nánar um byggingaframkvæmdir í Eyjum í Eyjafréttum.