Samkvæmt fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir næsta ári stendur til að setja gervigras og flóðlýsingu á Hásteinsvöll haustið 2024 til að uppfylla m.a. þær kröfur sem gerðar eru til keppnisvalla og vetraraðstöðu til knattspyrnuiðkunar.

„Tilgangurinn er að auka nýtingu á vellinum, bæði fyrir æfingar og keppni fyrir alla iðkendur. Unnið er áfram að undirbúniningi verkefnisins og öll hönnun og útboðsgögn eru tilbúin. Samtalið verður tekið við hagaðila um undirbúninginn. Verkefnið verður því boðið út strax í upphafi á næsta ári,“ segir í fundargerð.

Mynd Sigfús Gunnar:

Gervigras og flóðlýsing er mikið framfaraskref fyrir knattspyrnu í Vestmannaeyjum.