Ingibjörg Sigurjónsdóttir forstöðumaður Kjarnans kynnti á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði starfsemi Kjarnans og fór yfir hvernig til hefur tekist með flutning á nýjan stað. Fram kom í málæi hennar að í þjónustukjarnanum búa sjö íbúar og fá þeir þjónustu eftir þörfum til að geta búið í sjálfstæðri búsetu. Í Kjarnanum er einnig boðið upp á skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni sem er tímabundin dvöl vegna mikilla umönnunarþarfa umfram jafnaldra. Í Kjarnanum er nú veitt sólarhringsþjónusta og starfa þar um þrettán starfsmenn í um níu stöðugildum. Almenn ánægja er með nýju aðstöðuna og staðsetningu Kjarnans. Ráðið þakkar kynninguna.