Fimmtánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Fram og Vals í Úlfarsárdal. Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. Stjarnan og KA, sem eru líkum stað í deildinni, leiða saman kappa sína í Mýrinni í Garðabæ klukkan 18. Gróttumenn sækja Eyjamenn heim á sama tíma. Loks eigast við HK og Afturelding í Kórnum.

Bæði ÍBV og Grótta töpuðu sínum fyrsta leik eftir áramót. ÍBV tapaði einni fyrr viðureign liðisins gegn Gróttu í haust. Það má því búast við að leikmenn ÍBV mæti tilbúnir til leiks í kvöld.