Tvær einka­flug­vél­ar rák­ust sam­an á flugi við Vest­manna­eyj­ar í gær. Vél­arn­ar, sem voru flug­hæf­ar eft­ir árekst­ur­inn, lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í kjöl­farið.

Vík­ur­frétt­ir greina frá þessu.

Flug­vél­arn­ar, sem eru báðar á er­lendri skrán­ingu, eru af gerðinni Kinga­ir B200. Flugmaður og einn farþegi voru í ann­arri vél­inni en flugmaður í hinni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un miðils­ins.

Slysið í rann­sókn
„Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa er með um­rætt al­var­legt flug­at­vik til rann­sókn­ar, er varð í gær þegar tvær flug­vél­ar rák­ust sam­an á flugi ná­lægt Vest­manna­eyj­um. Ég get ekki sagt mikið meira um málið á þessu stigi,“ seg­ir Ragn­ar Guðmunds­son hjá rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa í svari við fyr­ir­spurn Vík­ur­frétta.

Ekki til­kynnt um at­vikið í fyrstu
Sam­kvæmt heim­ild­um Vík­ur­frétta lentu flug­vél­arn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær og til­kynntu ekki um at­vikið. Þá voru það þjón­ustuaðilar flug­vél­anna sem sáu að þær voru skemmd­ar. Í kjöl­farið greindu flug­menn­irn­ir frá því sem hefði gerst.

Lög­regla og full­trú­ar nefnd­ar­inn­ar voru þá kölluð til.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar hafa ekki komið fram en vél­arn­ar standa enn á Kefla­vík­ur­flug­velli, að því er Vík­ur­frétt­ir herma.