78. ársþing KSÍ verður haldið í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík 24. febrúar 2024. Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 17. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 10. febrúar sl. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests, sbr. grein 17.4 í lögum KSÍ.

Þrjú framboð hafa borist til formanns KSÍ:

  • Guðni Bergsson
  • Vignir Már Þormóðsson
  • Þorvaldur Örlygsson

Sjö hafa boðið sig fram til stjórnar og keppast þar um fjögur sæti:

  • Ingi Sigurðsson
  • Pálmi Haraldsson
  • Pétur Marteinsson
  • Sigfús Ásgeir Kárason
  • Sigurður Örn Jónsson
  • Sveinn Gíslason
  • Þorkell Máni Pétursson

Smellið hér til að skoða framkomin og staðfest framboð á ársþingsvef KSÍ.