ÍBV og Haukar drógust saman í undanúrslitum Poweradebikars karla þegar dregið var í hádeginu í dag en undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. mars. Leikurinn hefst klukkan 20.15.

Fyrr þennan sama dag mætast Stjarnan og Valur. Stefnt er á að flauta til leiks klukkan 18 í Laugardalshöll.

Úrslitaleikurinn fer svo fram laugardaginn 9. mars.