Miðasala á Hljómey mun hefjast á föstudaginn 23. febrúar nk. kl 10:00 á www.hljomey.is og á www.midix.is

Þann 26. apríl nk. verður haldin stórglæsileg tónlistarhátíð í Vestmannaeyjum í annað sinn. Þegar er búið að tilkynna 3 listamenn sem fram koma á hátíðinni og nóg eftir. Undirbúningur hefur verið í fullum gangi síðan síðasta Hljómey var haldin í apríl árið 2023. Verkefnið sjálft er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni sem unnið er í samvinnu við Vestmannaeyjabæ, Herjólf, The Brothers Brewery, Hótel Vestmannaeyjar, Partyland og Westman Islands Inn.

Setning hátíðarinnar verður fimmtudaginn 25. apríl, og sama kvöld verður árlegt Hljómey pub-quiz á Brothers Brewery. Föstudagskvöldið 26. apríl munu svo sjálfir tónleikarnir fara fram í stofum heimamanna víðsvegar um miðbæ Vestmannaeyja.

Mikilvægt er að hafa í huga að mjög takmarkað magn miða verður í boði á hátíðina, þar sem húsrúm er takmarkað.

Listamennirnir sem bætast við verða kynntir á næstu vikum á heimasíðu hátíðarinnar, www.hljomey.is og á Facebook síðu hátíðarinnar undir Hljómey og á instagram síðu hátíðarinnar og hvetjum við alla til að fylgjast vel með þar. Dagskráin verður svo birt þegar nær dregur hátíðinni sjálfri.

Við kynnum leiks fyrstu þrjá listamenn hátíðarinnar:

GDRN

GDRN er stórkostlegur listamaður og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að taka á móti henni í Eyjum. Hún tekur engan aukvisa með sér, en Magnús Jóhann, tónlistarstjóri Íslands ætlar að spila með henni.

KK

KK er auðvitað löngu orðinn ódauðlegur í íslensku tónlistarlífi. Textarnir einlægir og lögin hans hreyfa við okkur öllum. KK kemur einn með gítarinn, segir sögur og syngur öll sín bestu lög á Hljómey þann 26. apríl nk.

Hipsumhaps

Einfaldlega stórkostlegt band. Hipsumhaps hlaut mikið lof fyrir plötuna Best gleymdu leyndarmálin sem að innihélt lög eins og Lífið sem mig langar í og Fyrsta ástin og gaf út plötuna Ást og praktík í lok síðasta árs.

 

Nánari upplýsingar má fá á [email protected]