Vestmannaeyjabær og skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Hljómeyjar skrifuðu undir samstarfssamning þann 12. mars sl. þar sem markmiðið er að efla menningarlíf, skapa ungu listafólki tækifæri til að koma sér á framfæri og til þess að stíga skref í að lengja ferðaþjónustutímabilið.

Hljómey var haldin í fyrsta skipti í fyrra þar sem tónleikar voru haldnir víða í samstarfi við bæjarbúa. Hátíðin tókst frábærlega og verður hún nú haldin í annað sinn þann 26. apríl nk.