Það er komið að þessu – dagurinn er runninn upp og nú hættum við og leggjum hátíðina auðmjúkir í ykkar hendur kæru gestir. Nú er það í ykkar höndum að gera hátíðina að árlegum viðburði, að hátíð þar sem fólk vill opna hús sín og hátíð sem allt okkar besta tónlistarfólk vill sækja heim ár eftir ár. Við höfum gert okkar, nú er komið að ykkur og við treystum ykkur 100% fyrir þessu litla verkefni okkar.
Meðfylgjandi er lokadagskráin. Það er okkar von að þið eigið ykkar besta kvöld. Skemmtum okkur fallega, pössum upp á hvort annað og gerum Hljómey að bestu tónlistahátíð í heimi, saman. Við sjáumst svo öll saman fyrir utan Brothers í kvöld þar sem kórarnir loka dagskránni með öllum gestum og gangandi.
Armbönd verða afhent frá kl 16 – 17 í dag á The Brothers Brewery og plís ekki mæta öll kl 16:55.
Við viljum biðja ykkur um að dreifa þessu út í kosmósið, deila eins og vindurinn til að allir fái skilaboðin.
Bestu Hljómeyjarkveðjur,
Birgir og Guðmundur