Aglow samvera verður í kvöld, miðvikudaginn 6. mars kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Yfirskrift fundarins verður: HORFT TIL PÁSKA, því það styttist í páska. Núna er tími þar sem við skoðum merkingu og innihald krossdauða Jesú Krists. Dauði Krists hefur sætt okkur við Guð og gefið okkur nýtt upphaf.  Aðalatriði föstutímans er ekki hvað maður neitar sér um heldur að beina athyglinni að Guði og náunganum. Í Lúk.9.23 stendur:  Og Jesús segir við alla: ,,Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér…“  . Við munum fjalla um efni sem tengist þessum tíma þegar við horfum til páskanna. Guð vill ekki endilega að við þjáum okkur heldur að við lifum fyllra lífi, það er að vera laus við að vera of gagntekin af sjálfum sér,  þannig að við getum fagnað yfir sköpun Guðs, fundið til einingar við hana og skynjað líf okkar sem gjöf sem okkur er gefin til að aðrir fái lifað fyllra lífi. Við getum átt samfélag við Guð og talað við hann og beðið hann um að leiða okkur. ,, Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda“ Sálm. 51.12  Við hlökkum til kvöldsins, fyrst fáum við hressingu og njótum samfélagsins, við syngjum saman, biðjum og hlustum á uppörvandi efni.  Allar konur velkomnar!    Gleðilega páskahátíð !

Stjórn Aglow í Eyjum