Kvennalið ÍBV leikur sinn síðasta heimaleik í Olísdeildinni í vetur en andstæðingar dagsins eru Frammarar. Ljóst er að litlu er að keppa hjá ÍBV liðið situr í fjórða sæti deildarinnar og breyta úrslit síðustu tveggja leikja liðsins engu um þá staðreynd. Lið Fram situr í 2.-3. sæti með jafn mörg stig á Haukar. ÍBV leikur svo sinn síðasta deildarleik gegn Stjörnunni í Garðabæ laugardaginn 23. mars. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í dag klukkan 17:30.

ljósmynd: Sigfús Gunnar