Af fjórða undanúrslitakvöldi Músíktilrauna í Hörpu komst áfram hljómsveitin Chögma, sem var valin áfram af dómnefnd og Social Suicide, sem var valin af sal. Þá bætti dómnefndin við tónlistarkonunni Eló (Elísabet Guðnadóttir) og hljómsveitinni Þögn úr Vestmannaeyjum. Það vill svo skemmtilega til að tvö síðastnefndu atriðin eru bæði úr Vestmannaeyjum.

Hljómsveitir sem spila á úrslitum Músíktilrauna í Hörpu í kvöld eru:
Chögma, Cloud Cinema, Eló, Flórurnar, Frýs, Slysh, Social Suicide, Tommi G, Vampíra og Þögn.

Þögn

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Hátíðin á sér 40 ára sögu en fyrstu tilraunirnar fóru fram árið 1982. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðu tilraunanna og greiða þátttökugjald. Undankvöldin eru fjögur þar sem u.þ.b. 40 hljómsveitir keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið.

Um 10-12 hljómsveitir komast í úrslit og hljóta efstu þrjár sveitirnar glæsileg verðlaun. Efnilegustu hljóðfæraleikararnir eru einnig valdir af dómnefnd en áhorfendur velja vinsælustu hljómsveitina með símakosningu. Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt af Rás 2 og árið 2016 hóf Ríkissjónvarpið að streyma úrslitakvöldinu í beinni útsendingu á www.ruv.is.

Úrslitakvöldið hefst kl.17:00, nánari upplýsingar er að finna á:

www.musiktilraunir.is
www.facebook.com/musiktilraunir