Tjón á neysluvatnslögn var meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni sem leið. Fram kom að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafa verið í samtali við innviðaráðuneytið sem mun hafa milligöngu um tvíhliða viljayfirlýsingu vegna viðgerðar á tjónuðu vatnslögninni og lagningu nýrrar vatnsleiðslu í samráði við HS Veitur. Einnig verður unnið að frekari framtíðarsýn fyrir vatnsveituna undir leiðsögn innviðaráðuneytisins.