Handknattleiksmaðurinn Arnór Viðarsson hefur samið við Danska félagið Fredericia fyrir næsta tímabil. Þjálfari liðsins er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands Guðmundur Guðmundsson.
Arnór hefur leikið alla sína tíð með ÍBV og var bikarmeistari með liðinu 2020 og Íslandsmeistari með liðiniu núna í fyrra. Arnór var einnigi valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja á síðasta ári.
“Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt af þessu frábæra tækifæri sem Arnór er að fá. Við viljum þakka honum innilega fyrir frábæran tíma hjá ÍBV og óskum honum velfarnaðar á stóra sviðinu og munum fylgjast vel með honum þar,” segir m.a. í tilkynningu frá ÍBV.