Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.
Hún hefur verið í herbúðum ÍBV frá haustinu 2020 og hefur verið ein af lykilkonum í liðinu síðan þá sem voru bikar- og deildarmeistarar á síðasta tímabili.
Þetta er gríðalegt ánægjuefni og hlökkum við mikið til áframhaldandi samstarfs með Birnu, segir í tilkynningu frá ÍBV.