Stóri plokkdagurinn er sunnudaginn 28. apríl málið var til umræðu á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni. Veturinn hefur verið vindasamur og mikið hefur fokið til. Vestmannaeyjabær hyggst setja metnað í plokkdaginn 2024 og standar fyrir sameiginlegu átaki sem mun enda með að boðið verður uppá grillveislu á Stakkagerðistúni. Einnig hvetur bærinn til sérstaks átaks meðal íbúa að hreinsa til í sínu nærumhverfi.

Ráðið felur í niðurstöðu sinni um málið starfsmönnum sviðsins að auglýsa stóra plokkdaginn, útfæra viðburðinn og leita eftir samstarfi við bæjarbúa og félagasamtök um þátttöku.