Fyrir Umhverfis- og skipulagsráði Vestmannaeyja lágu umsóknir frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja ÍBV um afnot af Herjólfsdal vegna hátíðarhalda á Þjóðhátíð. Einnig óskar ÍBV-Íþróttafélag eftir afnotum af portinu við Hvítahúsið fyrir Húkkaraball sem mun standa frá 23:00-4:00.

Að lokum er sótt um leyfi til skemmtanahalds á bílastæði i eigu Ísfélags við Miðstræti fyrir dagdagskrá sem hluta af Þjóðhátíð Vestmannaeyja á tímanum 13-17:30 föstudag, laugardag og sunnudag 2-4 ágúst 2024.

Ráðið samþykkir í niðusrstöðu sinni afnot af Herjólfsdal sbr. umsókn. Ennfremur vill ráðið setja sem skilyrði að allt rusl verði hreinsað á svæðinu fyrir 25.8.2024 og á þetta einnig við um brennustæði og næsta nágrenni við Fjósaklett. Öll færanleg mannvirki skulu fjarlægð fyrir 31.8.2024.

Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti afnot af porti við Hvítahúsið fyrir húkkaraball.

Ráðið samþykkir lokun á götu við Miðstræti. Enn fremur vill ráðið setja sem skilyrði um að svæðinu og nærumhverfi sé haldið snyrtilegu alla helgina og að allt rusl verði hreinsað á svæðinu samdægurs.

Umsókn ÍBV-ÞH24-Dagssvið og Húkkari-uppfært.pdf
ÍBV-Miðstræti-Undirritað.pdf
Leyfisumsókn ÞH24 Húkkari og Dagssvið UogS.pdf
Greinagerð ÞH24.pdf