Gæludýra verslunin Eyjadýr var opnuð þann 8. nóvember 2023 sl. Eigendur verslunarinnar eru þau Sigdór Yngvi Kristinsson og Díana Hallgrímsdóttir. Fjölskyldan samanstendur af þeim ásamt dóttur þeirra Heklu Sigdórsdóttur og hundum tveimur, Rökkva 5 ára border Collie og Lóu 10 mánað miniture schnauzer. 
Lager verlsunarinnar er staðsettur að Helgafellsbraut 18, en vöruúrvalið má sjá í vefversluninni eyjadyr.is. Hægt er að hafa samband við þau ef áhugi er fyrir því að skoða eða versla á eyjadyr.is 


Díana, Hekla og Sigdór.

Aðspurð af hverju þau fóru út í það að opna gæludýrabúð segja þau „Við ákváðum að opna gæludýra verslun vegna þess að Rökkvi okkar hefur ekki þolað neitt annað fóður heldur en Sportsman´s Pride og það var ný hætt í sölu á íslandi og ákváðum við að athuga það hvort við fengjum innfluttningsleyfi á því og náðist það með miklum trega. Í leiðinni heyrðum við í framleiðandanum á iGroom vörunum og ákváðum við að athuga hvort við fengjum vörurnar á betra verði þar en annastaðar í heiminum, þeir tóku vel í það og þá gátum við lækkað verðið á þessum vörum hressilega hérlendis.“ 


Fjórfættu fjölskyldumeðlimirnir Lóa og Rökkvi.

Fjölbreytt vöruúval
Sigdór og Díana segjast leggja áherslu á gæða vörur. „Okkar helstu vörumerki eru Sportsman´s Pride fóðrið sem er gæludýra fóður og hefur það verið notað í áratugi af hundaræktendum og hundaeigendum um allan heim. Allt fóður frá Sportsman’s pride er verðlaunað með svokölluðu Omega Pride Skin & Coat System fyrir bestu heilsu og glansandi feld. Svo erum við með iGroom vörur, iGroom er lúxus gæludýrafegurðar- og heilsufyrirtæki og er talin með bestu vísindalega þróuðu sjampó, hárnæringu, húðvörur og aðrar vörur sem til eru fyrir gæludýrin. iGroom vörurnar eru framleiddar í Bandaríkjunum og hefur vörumerkið hlotið allskonar tilnefningar þar. Einnig erum við með vörur frá True Love sem eru beisli, ólar,  taumar og gæludýra leikföng. Við erum með Neakasa sjálfhreinsandi kisuklósett og Neakasa p2 Pro sem er ryksugu greiða og rakvél og síðast en ekki síðst þá erum við með ProLac góðgerla fyrir dýr og alskonar nammi og nagbein frá Brit og Vitakraft“. 


Lager verslunarinnar er staðsettur að Helgafellsbraut 18, en vöruúrvalið má sjá í vefversluninni eyjadyr.is

Gengið vonum framar 

Að koma upp verslun á litlum stað getur verið krefjandi. Segja þau að það hafi gengið mun betur og hraðar fyrir sig en þau þorðu nokkurtíman að vona og eru þau farin að taka eftir því að fólk um land allt er farið að tala um verslunina og vörurnar.  

„Það hefur komið okkur ótrúlega á óvart hversu vel fólk og gæludýr hafa tekið í þetta hjá okkur og erum við ótrúlega þakklát fyrir viðtökurnar. Við sjáum fram á að þetta muni dafna hægt og rólega enda erum við mikið í því að þjónusta Vestmannaeyjinga hvernær dags sem er og sama hvort um sé að ræða frídaga eða ekki“. Hægt er að hafa samband við þau undir nafninu eyjadýr á facebook, instagram og tiktok.
„Ef að fólk vill getur það fengið að koma kíkja í búðina hjá okkur og skoða vöruúrvalið, einnig er hægt að fara inná eyjadyr.is og panta þar og við getum annaðhvort komið með vörurnar ykkur að kostnaðarlausu í Vestmannaeyjum og það er líka hægt að sækja vörurnar til okkar. Við sendum einnig frítt um land allt ef verslað er fyrir 10.000kr eða meira.“ 


Nóg til af taumum, ólum, beislum og gæludýra leikföngum.


Gæða snyrtivörur frá iGroom og fóður frá Sportsman´s Pride.

Þakka stuðninginn 

Áhersla þeirra sem verslunar eigendur er að veita góða þjónustu. „Það skiptir okkur öllu máli að allir fari sáttir frá okkur“.
Þau taka einnig fram að ef fólk vill styrkja Villiketti í Vestmannaeyjum með fóðri eða öðrum vörur frá þeim er hægt að panta það á eyjadyr.is og setja „Villikettir“ í heimilisfang. Þau sjá þá um að koma vörunum til þeirra án aukakostnaðar. „Þetta starf sem þau standa frammi fyrir er okkur öllum í hag að ná utanum villiketti hérna í vestmannaeyjum og eru þau búin að standa sig ótrúlega vel í því.“
Að lokum vilja þau þakka öllum sem hafa verslað við þau og stutt þau áfram í því sem þau eru að gera.