Landsvirkjun sendi frá sér í gær fréttatilkynningu um að raforkuskerðingum til stórnotenda væri lokið. Þetta á þó ekki við alla sem kaupa skerðanlega orku,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á Facebook-síðu sinni í morgun.

„Fiskimjölsverksmiðjur og fiskþurrkanir þurfa enn að þola skerðingar. Góðu fréttirnar eru þær að nú eru fjarvarmaveitur ekki lengur skertar. HS Veitur hækkuðu gjaldskrá um 18% 1. janúar sl. Rökin fyrir enn meiri gjaldskrárhækkunum á íbúa í Eyjum, sem komu fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í loks síðasta árs, voru að hærri orkukostnaður HS Veitan væri vegna skerðinga frá Landsvirkjun.

Nú þarf ekki að kaupa olíu til að keyra fjárvarmaveituna, rafmagnið er aftur í boði og orkukostnaður lækkar.

Þá hljóta HS Veitur að lækka gjaldskrá sína í Vestmannaeyjum aftur frá og með deginum í gær, er það ekki?,“ spyr Íris og svari hver fyrir sig.