Í fundargerð skipulagsnefndar Rangárþings eystra, kemur fram að Siglingastofnun hafi óskað eftir breytingum á gildandi deiluskipulagi Landeyjahafnar. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir 22 metra löngum viðlegukanti við norðurenda hafnarinnar sem er ætlaður fyrir dýpkunarskip og auk þess verði hafnarsvæði við kantinn.