Það var frekar rólegt hjá lögreglunni í vikunni sem leið, þrátt fyrir að nokkur fjöldi hafi verið að skemmta sér um helgina. Að vanda þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima eftir að það hafði fengið sér heldur mikið neðan í því en annars fór skemmtanahaldið að mestu vel fram. Rétt er að minna á að tími nagladekkjanna er liðinn fyrir þó nokkru síðan og mun lögreglan á næstu dögum byrja að sekta þá eigendu ökutækja sem enn aka um á negldum hjólbörðum. Sektin er kr. 5000,- á hvert nagladekk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst