Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var til umræðu tjón á neyslulögn. Fram kom að vátryggingafélag útgerðarinnar hefur viðurkennt bótaskyldu vegna tjónsins á neysluvatnslögninni og eiga bætur að koma til greiðslu á árinu 2024. Ljóst er að tjónið er langt umfram hámark vátryggingabóta og munu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna funda með Vinnslustöðinni í næstu viku vegna frekari tjónabóta.
Bæjarráð fór yfir drög að viljayfirlýsingu milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna er snúa að viðbrögðum við tjóninu á vatnslögninni, lagningu nýrrar vatnsleiðslu í samráði við HS Veitur og frekari framtíðarsýn fyrir vatnsveituna.
Bæjarráð samþykkir drögin að viljayfirlýsingunni fyrir sitt leyti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst