�?á á ég ekki við síðustu daga og vikur sem litaðar eru af kostningbaráttu, heldur nokkur misseri aftur í tímann. �?ar á ég t.d. við samningsviðræður við toppa í suðurkjördæmi hvernig samvinnu skulu háttað þegar Bakkafjöruhöfn verði tilbúin til notkunar. �?g fagna því þegar Vestmannaeyiskir sjómenn með mikla reynslu segja skoðun sína á málinu. �?eir sem fóru núna síðast í bakkafjöruferð, til þess að athuga aðstæður, eiga allan heiður skilinn fyrir framtakið og lýsingu sína á aðstæðum í máli og myndum. �?g spyr enn og aftur, var þessi ferð ekki einmitt farinn vegna þess að þeir sem að henni stóðu og allir þeir fjölmörgu sem lagt hafa orð í belg vegna málsins, bera sama ugg í brjósti og undirritaður að ef sú ríkisstjórn sem nú situr, með samgöngumálaráðherrann eða skoðanabróðir hans haldi velli, þá verði ráðist í gerð Bakkafjöruhafnar með Siglingamálastofnun og Sjálfstæðismenn �?hér og þar�? í fararbroddi með þeim rökum, sem þeir hafa sett fram undanfarin misseri �? og margir telja mjög hæpin.
Að lokum:
I Fréttum fimmtudaginn 4. janúar 2007 kom fram svohljóðandi ályktun frá meirihluta Sjalfstæðisflokksins í bæjarstjórn:
�?Flestum er það ljóst að undirbúningi að gerð ferjulægis í Bakkafjöru er nú nánast lokið og fara framkvæmdir að öllu óbreyttu af stað innan fárra vikna og ferjan á að hefja siglingar á vordögum 2010 eftir rétt þrjú ár�?. Tilv.líkur
�?arna er mörkuð ljós stefna �? þrátt fyrir allar ósvaraðar spurningar um óransökuð atriði.
Einn frambjóðandi til Alþingiskostningar í ár, lét þau orð falla í umræðum, að við Eyjamenn höfum verið dregnir á asnaeyrunum í samgöngumálum undanfarin 16 ár �? það eru orð að sönnu. Forðumst að áframhald verði á þvi og setjum X ið við allt annað en núverandi stjórnarflokka.
Sjálfur set ég mitt X við Samfylkinguna. �?g treysti og met Robert Marshall og vil fá Guðrúnu Erlingsdóttir í áhrifasæti.
Sigurgeir Scheving
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst