Innan við ár er síðan ferðamaður lést þegar hluti úr íshelli í Hrafntinnuskeri hrundi yfir hann.
Björgunarsveitin Víkverji setti upp skilti, á fimm tungumálum, við íshellinn í vikunni þar sem er varað er við því að vera í honum vegna hættu á hruni.
Lögreglan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg vilja hvetja ferðamenn sem skoða íshella hvar sem er á landinu til að fara varlega og hafa fulla gát á þegar farið er um jöklasvæði.
Ljósmyndin að ofan er tekin þar sem björgunarsveitarmenn úr Víkverja komu skiltinu fyrir við íshellinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst