Ríkiskaup auglýsa í dag í Morgunblaðinu eftir þáttakendum í forvali vegna útboðs á rekstri ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Samkvæmt auglýsingunni er samningstíminn 15 ár. Ferjan skal vera fyrir 250 farþega og 45 bíla og hugsanlega er rekstur hafnar í Bakkafjöru innifalinn.
Auglýsinguna má lesa hér að neðan:
14336 – Forval
Ferjusiglingar milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru
Ríkiskaup, fyrir hönd Siglingastofnunar, efna til forvals nr. 14336 til að velja þátttakendur í lokað útboð fyrir rekstur ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru.
Byggja á ferjuhöfn við Bakkafjöru um 2 kílómetra vestan við ósa Markarfljóts. Ferjuhöfnin verður innan við bogadregna grjótgarða. Siglingalengdin milli ferjuhafnar og Vestmannaeyja er innan við 7 sjómílur.
Verkefnið sem boðið verður út
Verkefnið sem boðið verður út er rekstur á ferjuleiðinni Bakkafjara – Vestmannaeyjar ásamt farþegaaðstöðu á báðum stöðum og skal ferjan vera í eigu bjóðanda. Stefnt er að 15 ára samningstíma. Ferjan skal vera ekju- og farþegaskip sem getur tekið að lágmarki 250 farþega og 45 bíla. Hugsanlegt er að rekstur hafnar í Bakkafjöru verði innifalinn í verkefninu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.