Umdeilt að færa forræði Vestmannaeyinga í orkumálum til Hitaveitu Suðurnesja
20. ágúst, 2007

Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja.

Að þessu sinni heyrðum við í Ragnari Óskarssyni fyrrverandi bæjarfulltrúa og fengum að heyra hvað hann leggur til.

 

Spurningin er sú sama og áður:
Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði við þessa 3.6 milljarða ? 

Áður en ég svara spurningunni beint vil ég minna á að þegar forræði Vestmannaeyinga  á orkumálum var fært til Hitaveitu Suðurnesja var um afar umdeilda ákvörðun að ræða. Þetta átti ekki síst við um neysluvatnið en í því er m.a. talinn fólginn mestur framtíðarauður mannkyns.  
Nú hefur hlutur Vestmannaeyja verið seldur fyrir 3,6 milljarða króna og þá er eðlilegt að spurt sé hvernig eigi að ráðstafa þeim miklu fjármunum með sem skynsamlegustum hætti. Einnig verður að spyrja þess hvernig ekki eigi að verja þessum fjármunum og í raun er sú spurning jafn mikilvæg og jafnvel mikilvægari en sú fyrri. 

Ég tel grundvallaratriði fyrir bæjaryfirvöld að greiða niður stærstan hluta lána bæjarfélagsins sem aukist hafa óhóflega á liðnum árum. Niðurgreiðsla lána er reyndar ein meginforsenda þess að unnt sé að standa undir rekstri og eðlilegri þjónustu í framtíðinni og hún gæti, ef rétt er á haldið, orðið stór liður í því að koma jafnvægi á fjárhag bæjarfélagsins og létta á til framtíðar. Það skiptir því afar miklu máli að vel sá á haldið og ég vona svo sannarlega að bæjarstjórn beri gæfu til þess að hegða sér skynsamlega að þessu leyti.

Ég tel á hinn bóginn að fara verði afar varlega í að nota fjármunina til málaflokka sem sannarlega eru og eiga að vera á hendi ríkisins. Það er t.d. mjög freistandi að leggja til fjármagn til grunnþátta samgöngumála, ekki síst nú um þessar mundir þegar ríkisvaldið reynist okkur Vestmannaeyingum andsnúið. Ef við hins vegar leggjum þar fram fé er ákveðin hætta á að ríkisvaldið telji sig fá staðfestingu á að það sé ekki skuldbundið í þessum mikilvæga málaflokki. Og þannig mætti áfram telja t.d. að því er heilbrigðismál varðar o.s. frv. Sannleikurinn er auðvitað sá að ríkið hefur í langan tíma hlunnfarið sveitarfélögin í landinu og svikið þau um réttláta hlutdeild í skatttekjum. Afleiðingin hefur verið sú að sveitarfélögin hafa safnað miklum skuldum og þar eru Vestmannaeyjar engin undantekning.

Það má ekki skilja orð mín þannig að ég sé á móti því að hluti fjárins sé notaður til „sýnilegri “eða „áþreifanlegri” verkefna ef svo má að orði komast. Þar er af nógu að taka. Mér fyndist t.d. skynsamlegt að fram færi rökræn og opinská umræða meðal bæjarbúa um brýn framfaramál og hvar rétt væri að leggja fram fé bæjarbúum til hags. Allt slíkt þarf að vanda og alls ekki taka ákvarðanir um í fljótfærni eins og oft hefur brugðið við.

  Ragnar Óskarsson
 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.